Our Lady Of Medjugorje

Messages From 2003 In Icelandic

Boðskapur Maríu 25. april 2003 "Kæru börn! Enn á ný bið ég ykkur að opna ykkur sjálf í bæn. Á undangengnum föstutíma hafið þið gert ykkur grein fyrir því hversu lítil og smá þið eruð og hversu lítil trú ykkar er. Ákveðið þess vegna, börnin mín, fyrir Guð, að Hann megi nú umbreyta hjörtum ykkar og hörtum annarra fyrir ykkar tilstuðlan. Verið glaðir boðberar hins upprisna Jesú í þessum friðvana heimi, sem þráir Guð og allt sem frá Honum kemur. Ég er með ykkur, börnin mín, og ég elska ykkur með einstökum kærleika. Ég þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 04/2003

Boðskapur Maríu 25. maí 2003 "Kæru börn! Enn og aftur bið ég ykkur að halda fast við bænina. Styrkið og endurnýjið ykkar persónulegu bæn, og biðjið þannig til hins Heilaga Anda að Hann megi hjálpa ykkur að biðja með hjartanu. Ég bið fyrir ykkur öllum, börnin mín, og bið ykkur öll að taka sinnaskiptum. Ef þið gerið það, munu allir sem í kringum ykkur eru einnig taka breytingum og bænin verður þeim gleði- og fagnaðarefni. Ég þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 05/2003

Boðskapur Maríu 25. júní 2003 "Kæru börn! Í dag bið ég ykkur líka með mikilli gleði að “lifa’ boðskapinn sem ég flyt ykkur. Ég er með ykkur og er ykkur þakklát fyrir að iðka það sem ég segi ykkur. Ég bið ykkur um að ástunda það sem ég segi ykkur með enn meiri krafti, með endurnýjuðum eldmóði og gleði. Megi bænin vera dagleg iðkun ykkar. Ég þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 06/2003

Boðskapur Maríu 25. júlí 2003 "Kæru börn! Ég bið ykkur einnig í dag að halda fast við bænina. Börnin mín, biðjið þar til bænin verður að gleði hjá ykkur. Aðeins á þann hátt getið þið fundið frið í hjarta ykkar og sál ykkar verður ánægð. Þið munuð finna fyrir þörfinni að bera öðrum vitni um kærleikann sem hefur búið um sig í hjarta ykkar og lífi. Ég er með ykkur og ber fram bænir ykkar allra fram fyrir Guð. Ég þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 07/2003

Boðskapur Maríu 25. ágúst 2003 "Kæru börn!’ Í dag bið ég ykkur einnig að þakka Guði í hjarta ykkar fyrir alla þá náð sem Hann veitir ykkur, líka með myndum og litum sem finnast í náttúrunni. Guð vill draga ykkur nær sér og fá ykkur til þess að gefa Honum dýrðina og þakkir. Þess vegna bið ég ykkur enn og aftur, börnin mín, að biðja, biðja og biðja meir og gleymið ekki að ég er með ykkur. Ég ber bænir hvers og eins ykkar fram fyrir Guð þar til gleði ykkar í Honum fullkomnast. Ég þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 08/2003

Boðskapur Maríu 25. september 2003 "Kæru börn! Ég bið ykkur enn í dag um að koma nær hjarta mínu. Aðeins á þann hátt skiljið þið þá gjöf sem felst í nærveru minni hér á meðal ykkar. Elsku börnin mín, ég þrái að leiða ykkur að hjarta sonar míns Jesú; en þið streitist gegn því og þráið ekki að opna hjarta ykkar fyrir bæninni. Aftur bið ég ykkur, elsku börnin mín, að daufheyrast ekki, heldur að átta ykkur á og skilja kall mitt sem er hjálpræði ykkar. Ég þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 09/2003

Boðskapur Maríu 25. október 2003 "Kæru börn!” Enn á ný bið ég ykkur um að helga ykkur sjálf hjarta mínu og hjarta sonar míns, Jesú. Ég þrái, elsku börnin mín, að leiða ykkur öll eftir vegi afturhvarfs og heilagleika. Aðeins á þennan hátt, fyrir ykkar tilstilli, getum við leitt enn fleiri sálir inn á hjálpræðisbrautina. Ekki fresta þessu, börnin mín, heldur segið af öllu hjarta: “Mig langar að hjálpa Jesú og Maríu svo að fleiri systur okkar og bræður megi kynnast leiðinni til heilagleika.” Þannig finnið þið fyrir hamingjunni, sem felst í því að vera vinur Jesú. Ég þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 10/2003

Boðskapur Maríu 25. nóvember 2003 "Kæru börn! Ég sný mér til ykkar og bið þess að þessi tími verði ykkur jafnvel enn meiri hvatning til þess að ástunda bænina. Biðjið þess nú, elsku börnin mín, að Jesús megi fæðast í hjörtum allra manna og eiga þar samastað. Sérstaklega bið ég þess að Hann komi inn í hjörtu þeirra sem þekkja Hann ekki. Verið kærleikur, gleði og friður í þessum friðvana heimi. Ég er með ykkur og legg bænir mínar, sérhverju ykkar til handa, fram fyrir Guð. Ég þakka ykkur fyrir að svara kalli mínu." 11/2003

Boðskapur Maríu 25. desember 2003 "Kæru börn! Í dag blessa ég ykkur einnig, þar sem ég ber son minn Jesú í fangi mér. Ég ber hann, sem er konungur friðarins, til ykkar svo að hann megi veita ykkur frið sinn. Ég er með ykkur og ég elska ykkur öll, kæru börnin mín. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 12/2003


BackHomeOverviewInfo
Last Modified 12/27/2003