Our Lady Of Medjugorje

Messages From 2004 In Icelandic

Boðskapur Maríu 25. janúar 2004 "Kæru börn! Enn á ný bið ég ykkur um að standa stöðug í bæninni. Biðjið, börnin mín kæru, sérstaklega fyrir öllum þeim sem ekki hafa kynnst elsku og kærleika Guðs. Biðjið að hjörtu þeirra megi opnast og færast nær hjarta mínu og hjarta sonar míns, Jesú, svo að við getum umbreytt þeim í fólk friðar og kærleika. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 01/04

Boðskapur Maríu 25. Febrúar 2004 "Kæru börn! Einnig í dag, sem aldrei fyrr, bið ég ykkur um að opna hjörtu ykkar fyrir boðskap mínum. Börnin mín, dragið sálir til Guðs en haldið þeim ekki frá Honum. Ég er með ykkur og elska ykkur öll með sérstökum kærleika. Þetta er tími iðrunar og sinnasipta. Úr djúpi hjarta míns bið ég ykkur um að vera mín af öllu hjarta. Þá munuð þið sjá að Guð ykkar er mikill, af því að Hann mun blessa ykkur ríkulega og gefa ykkur frið. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 02/04

Boðskapur Maríu 25. mars 2004 "Kæru börn! Í dag bið ég ykkur enn á ný að opna ykkur fyrir bæninni. Einkum nú á þessum náðartíma, bið ég ykkur, börnin mín, um að opna hjörtu ykkar og tjá kærleika ykkar til hins krossfesta Frelsara. Einungis þannig getið þið fundið frið, og bænin og áhrif hennar munu streyma frá ykkur út í heiminn. Gangið á undan með góðu fordæmi, börnin mín, og hvetjið til hins góða. Ég stend með ykkur og elska ykkur öll. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli minu." 03/04

Boðskapur Maríu 25. apríl, 2004 "Kæru börn! Í dag bið ég ykkur líka, elsku börnin mín, að láta boðskap minn leiða ykkur í lífinu af jafnvel enn meiri auðmýkt og kærleika svo að hinn Heilagi Andi megi fylla ykkur af náð sinni og styrk. Einungis þannig berið þið friði og fyrirgefningu vitni. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 04/04

Boðskapur Maríu 25. maí 2004 "Kæru börn! Í dag, eins og oft áður, hvet ég ykkur til þess að helga ykkur sjálf hjarta mínu og hjarta Sonar míns Jesú. Einungis á þann hátt munuð þið tilheyra mér meir og meir sérhvern dag og blása hvert öðru enn meiri kærleika í brjóst. Og þannig mun gleðin ráða ríkjum í hörtum ykkar og þið verðið boðberar friðar og kærleika. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 05/04

Boðskapur Maríu 25. júní 2004 "Kæru börn! Gleði ríkir líka í dag í hjarta mínu. Ég finn til mikillar löngunar að þakka ykkur fyrir að koma áformum mínum í framkvæmd. Hvert og eitt ykkar er mikilvægt. Þess vegna bið ég ykkur, börnin mín, að biðja og gleðjast með mér yfir hverju hjarta sem hefur tekið sinnaskiptum og orðið farvegur friðar í heiminum. Bænahópar eru áhrifaríkir, og fyrir tilstilli þeirra get ég, börnin mín, séð að Heilagur Andi starfar í heiminum. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 06/2004

Boðskapur Maríu 25. júlí 2004 "Kæru börn! Enn á ný leita ég til ykkar; verið opin fyrir boðskap mínum. Börnin mín, ég þrái að draga ykkur enn nær syni mínum Jesús. Þess vegna skuluð þið biðja og fasta. Ég bið ykkur einkum um að biðja fyrir áformum mínum, svo að ég geti kynnt ykkur fyrir syni mínum Jesú. Þá getur hann umbreytt og opnað hjörtu ykkar fyrir kærleikanum. Þegar þið hafið kærleikann í hjarta mun friður taka sér bólfestu í ykkur. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 07/2004

Boðskapur Maríu 25. ágúst 2004 "Kæru börn! Ég bið ykkur öll að taka sinnaskiptum, að umbreyta hjarta ykkar. Eins og á fyrstu dögunum sem ég kom hingað til ykkar, skuluð þið ákveða að breyta lífi ykkar algjörlega. Þannig hafið þið, börnin mín, styrk til þess að krjúpa á kné frammi fyrir Guði og opna hjörtu ykkar fyrir Honum. Guð mun hlusta á bænir ykkar og svara þeim. Ég bið fyrir sérhverju ykkar frammi fyrir Guði. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 08/2004

Boðskapur Maríu 25. september 2004 "Elsku börnin mín! Enn og aftur bið ég ykkur um að vera kærleikur þar sem hatur ríkir og fæða þar sem hungur er. Opnið hjörtu ykkar, börnin mín, og sýnið örlæti og fórnfýsi með útréttum höndum ykkar, svo að hver einasta sköpun geti, fyrir ykkar tilstilli, þakkað Guði, skaparanum. Biðjið, börnin mín, og opnið hjörtu ykkar fyrir kærleika Guðs. Þetta getið þið ekki gert ef þið biðjið ekki. Þess vegna skuluð þið biðja, biðja og aftur biðja. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 09/2004

Boðskapur Maríu 25. október 2004 "Elsku börn! Þetta er náðartími í fjölskyldunni, og þess vegna bið ég ykkur um að endurnýja og styrkja bænalíf ykkar. Megi Jesús búa í hjarta fjölskyldu ykkar. Lærið, í bæninni, að elska allt sem heilagt er. Líkið eftir lífi dýrlinganna svo að þeir geti orðið ykkur bæði hvatning og leiðbeinendur á vegi heilagleikans. Megi sérhver fjölskylda vera vitni kærleikans í þessum frið- og bænarvana heimi. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 10/2004

Boðskapur Maríu 25. nóvember 2004 "Kæru börn! Ég bið ykkur, nú á þessum tímum, að biðja fyrir áformum mínum. Ég bið ykkur, elsku börn, einkum og sér í lagi að biðja fyrir þeim sem enn hafa ekki kynnst kærleika Guðs og leita ekki Guðs Frelsarans. Litlu börnin mín, verið útréttar hendur mínar og leiðið þetta fólk nær hjarta mínu og hjarta sonar míns. Gerið þetta með fordæmi ykkar. Guð mun launa ykkur með náð sinni og blessun. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 11/2004

Boðskapur Maríu 25. desember 2004 "Kæru börn! Með mikilli gleði ber ég, einnig í dag, son minn Jesú í fangi mér og fær ykkur hann; hann blessar ykkur og kallar ykkur til að vera boðberar friðar. Biðjið, börnin mín, og verið hugrökk vitni Gleðitíðindanna við hvert tækifæri. Einungis þannig mun Guð blessa ykkur og veita ykkur allt sem þið biðjið hann um í trúl Ég verð með ykkur svo lengi sem Almættið leyfir mér það. Ég bið fyrir hverju og einu ykkar með miklum kærleika og elsku. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 12/2004


BackHomeOverviewInfo
Last Modified 01/27/2005