Our Lady Of Medjugorje

Messages From 2005 In Icelandic

Boðskapur Maríu frá 25. janúar 2005 "Elsku börnin mín! Á þessum náðartíma bið ég ykkur enn að biðja. Biðjið, börnin mín, fyrir einingu kristinna manna, að allir verði eitt, eitt hjarta. Eining mun raunverulega verða meðal ykkar svo framarlega sem þið biðjið og fyrirgefið. Gleymið ekki: kærleikurinn sigrar aðeins ef þið biðjið og að þið opnið hjörtu ykkar. Ég þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 01/2005

Boðskapur Maríu 25. febrúar 2005 "Kæru börn! Í dag bið ég ykkur um að vera útrétt hönd mín í þessum heimi, sem skipar Guði í aftasta sæti. Börnin mín, látið Guð hafa forgang í lífi ykkar. Guð mun blessa ykkur og styrkja svo að þið getið borið honum vitni, honum, sem er kærleikans og friðarins Guð. Ég er með ykkur og bið fyrir ykkur öllum. Elsku börnin mín, gleymið ekki að ég elska ykkur með mínum blíða kærleika. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 02/2005

Boðskapur Maríu 25. mars 2004 "Elsku börnin mín! Enn bið ég ykkur um að sýna kærleika. Börnin mín, elskið hvert annað með kærleikanum, sem Guð býr yfir. Ég bið þess að kærleikurinn verði ráðandi í lífi ykkar, sérhvert augnablik, bæði í gleði og sorg. Þannig fer kærleikurinn að ríkja í hjarta ykkar. Hinn upprisni Jesús verður með ykkur og þið berið honum vitni. Ég mun gleðjast með ykkur og vernda með móðurlegum klæðafaldi mínum. Kæru börn, einkum mun ég fylgjast með daglegum sinnaskiptum ykkar með elsku og kærleika. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu." 03/2005

Boðskapur Maríu 25. apríl 2005 "Elsku börnin mín! Enn bið ég ykkur um að taka bænina aftur upp í fjölskyldu ykkar. Með bænum ykkar og lestri Heilagrar Ritningar bið ég þess að Heilagur Andi, sem mun endurnýja ykkur, megi einnig fylla hjörtu fjölskyldumeðlima ykkar. Þannig verðið þið trúfræðarar í fjölskyldu ykkar. Með bænum ykkar og kærleika, mun heimurinn leggja upp í nýja göngu þar sem kærleikurinn fer að ríkja. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu". 04/2005

Boðskapur Maríu 25. maí 2005 "Kæru börn! Enn á ný bið ég ykkur um að iðka auðmýktina sem ég hef áður flutt ykkur í boðskap mínum. Einkum bið ég ykkur um að bera boskap mínum vitni nú þegar 25 ár verða brátt liðin frá því að ég fór að birtast ykkur og flytja skilaboð til ykkar. (Birtingarnar hófust í júní árið 1981) Börnin mín, verið tákn þeirra sem fjarri eru Guði og kærleika Hans. Ég er með ykkur og blessa ykkur öll á minn móðurlega hátt. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu". 05/2005

Boðskapur Maríu 25. júní 2005 "Kæru börnin mín! Í dag þakka ég ykkur fyryir hverja þá fórn sem þið hafið fært vegna bænarefna minna. Ég bið ykkur, börnin mín, að vera boðberar friðar míns og kærleika í fjölskyldum ykkar og í heiminum. Biðjið þess að Heilagur Andi upplýsi hjörtu ykkar og leiði ykkur á vegi heilagleikans. Ég stend við hlið ykkar og veiti ykkur öllum mína móðurlegu blessun. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu". 06/2005

Boðskapur Maríu 25. júlí 2005 "Elsku börnin mín! Í dag bið ég ykkur einnig um að láta stuttar og eldheitar bænir líða um ykkur í erli dagsins. Þegar þið biðjið, opnast hjarta ykkar og Guð elskar ykkur af sérstakri ást og veitir ykkur einstaka náð. Þess vegna skuluð þið nýta þennan náðartíma vel og helga hann Guði meir en nokkru sinni fyrr. Iðkið föstu- og afneitunar "nóvenur" (níu daga bænir) svo að Satan verði víðs fjarri ykkur en þið umfljótandi náð Guðs. Ég er hjá ykkur og bið fyrir sérhverju ykkar frammi fyrir Guði. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu". 07/2005

Boðskapur Maríu 25. ágúst 2005 "Bönin mín kæru! Enn og aftur bið ég ykkur um að láta boðskap minn vera leiðarstjörnuna í lífi ykkar. Á þessum tímum gaf Guð ykkur gjöf sem tíma náðarinnar. Þess vegna skuluð þið, börnin mín, nýta vel hvert augnablik og biðja, biðja og biðja enn, án afláts. Frammi fyrir Guði, hinum hæsta, blessa ég ykkur og bið fyrir hverju og einu ykkar. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu". 08/2005

Boðskapur Maríu 25. september 2005 "Elsku börn! Með kærleika bið ég ykkur: takið sinnaskiptum, jafnvel þó að þið séuð víðs fjarri hjarta mínu. Gleymið ekki að ég er móðir ykkar og ég þjáist vegna hvers og eins ykkar sem ekki er í návist minni og hjarta míns; en ég skil ykkur ekki eftir ein. Ég trúi því að þið getið snúið við af vegi syndarinnar og ákveðið að feta slóð heilagleikans. Þakka ykkur fyrir að hafa svarað kalli mínu". 09/2005


BackHomeOverviewInfo
Last Modified 10/02/2005